Gagnamagnið æfði sigur á rennsli í gær ef allt skyldi fara á besta veg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2021 14:42 Gærkvöldið var ansi spennuþrungið. Gísli Berg Daði og Gagnamagnið æfðu verðlaunaafhendingu á rennsli í gær vegna fjarlægðar hópsins frá sviðinu. Meðlimur Gagnamagnsins segir að þetta hafi verið gert þar sem hópurinn var talinn sigurstranglegur. Daði og Gagnamagnið eru á heimleið eftir stórkostlegan árangur í Eurovision. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur í Gagnamagninu segir hópinn himinlifandi með árangurinn Eurovision í gær. Líkt og flestum er kunnugt endaði Ísland í fjórða sæti í keppninni sem er næst besti árangur Íslands í keppninni frá upphafi. „Þetta var sjúklega spennuþrungið kvöld. Ég get ekki lýst tilfinningunum sem voru allar fram og til baka, hægri, vinstri og úti um allt.“ Hulda í Gagnamagninu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Gaman að sjá Ísland í fyrsta sæti um stundarsakir Þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt færðist íslenska liðið í efsta sæti um stundarsakir. Hulda segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að sjá íslenska fánann á toppnum. „Við vorum ekki að búast við því að vera í efstu fimm sætunum. Það var því mjög gaman að vera í fyrsta sætinu í svolítinn tíma,“ sagði Hulda. Gagnamagnið var viðbúið öllu. „Maður vissi ekki neitt. Við vorum komin niður í sjöunda sæti í veðbönkum og flökkuðum fram og til baka þar. Við fengum svo mörg skilaboð eftir fimmtudaginn og vissum ekkert hvað var að gerast og vorum því viðbúin öllu.“ Líkt og áður hefur komið fram stigu Daði og Gagnamagnið ekki á svið í gærkvöldi þar sem Jóhann Sigurður, meðlimur Gagnamagnsins, greindist smitaður með Covid19 í vikunni. Upptaka frá annarri æfingu hópsins var notuð í gær líkt og á fimmtudaginn. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri hjá Rúv, fór út til Rotterdam með Daða og Gagnamagninu. Hann birti þessa mynd í hringrás sinni á Instagram í gær.INSTAGRAM/RÚNAR FREYR Daði og Gagnamagnið æfðu mögulegan sigur hópsins þar sem undirbúa þurfti feril sem færi í gagn ef allt færi á besta veg, vegna fjarlægðar hans frá stóra sviðinu. Þar að auki þótti atriðið sigurstranglegt að sögn Huldu. Æfði þakkarræðu „Það var fjölskyldurennsli í gær þar sem að skipuleggjandi hringdi í mig og sagði mér að koma upp núna þar sem sett var upp sú atburðarás sem taka ætti við ef við myndum vinna því að þau voru viðbúin því að það gæti gerst.“ „Það var æft já fyrr um daginn. Þá hljóp ég upp og fór með þakkarræðu, mjög fyndið dæmi,“ sagði Hulda. Hvernig var þakkarræðan þín? „Hún var: Stay cool, stay safe og thank you very much,“ segir Hulda og hlær. „Þetta var ótrúlega grillað, ég lá þarna í hláturskasti allan tímann.“ Daði og Gagnamagnið keppa líklega ekki aftur Hulda segir hópinn gríðarlega ánægðan með árangurinn. „Ekkert smá sátt. Við hefðum ekki getað beðið um betri árangur. Það hefði auðvitað verið gaman að vinna en þetta er sjúklega gott og við erum svo ánægð.“ Hún segir að Daði og Gagnamagnið muni líklega ekki keppa aftur í Eurovision. Sjálf gæti hún hugsað sér að taka þátt í keppninni sem söngkona, enda enn draumur að fá að keppa á sviðinu. Hulda segir ómögulegt að segja til um hvort atriðinu hefði gengið betur hefðu þau flutt það á stóra sviðinu. „Sko bæði er engin leið að vita það en ég held að það hefði hjálpað okkur. Þetta var samt upptaka sem eldist vel.“ Hún segist mjög spennt að komast heim til Íslands og hvíla sig. „Við bíðum eftir niðurstöðum úr Covid prófi og svo ætla ég að knúsa hundinn minn og sofa“ Eurovision Tengdar fréttir Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkniefnum Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær. 23. maí 2021 13:20 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur í Gagnamagninu segir hópinn himinlifandi með árangurinn Eurovision í gær. Líkt og flestum er kunnugt endaði Ísland í fjórða sæti í keppninni sem er næst besti árangur Íslands í keppninni frá upphafi. „Þetta var sjúklega spennuþrungið kvöld. Ég get ekki lýst tilfinningunum sem voru allar fram og til baka, hægri, vinstri og úti um allt.“ Hulda í Gagnamagninu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Gaman að sjá Ísland í fyrsta sæti um stundarsakir Þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt færðist íslenska liðið í efsta sæti um stundarsakir. Hulda segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að sjá íslenska fánann á toppnum. „Við vorum ekki að búast við því að vera í efstu fimm sætunum. Það var því mjög gaman að vera í fyrsta sætinu í svolítinn tíma,“ sagði Hulda. Gagnamagnið var viðbúið öllu. „Maður vissi ekki neitt. Við vorum komin niður í sjöunda sæti í veðbönkum og flökkuðum fram og til baka þar. Við fengum svo mörg skilaboð eftir fimmtudaginn og vissum ekkert hvað var að gerast og vorum því viðbúin öllu.“ Líkt og áður hefur komið fram stigu Daði og Gagnamagnið ekki á svið í gærkvöldi þar sem Jóhann Sigurður, meðlimur Gagnamagnsins, greindist smitaður með Covid19 í vikunni. Upptaka frá annarri æfingu hópsins var notuð í gær líkt og á fimmtudaginn. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri hjá Rúv, fór út til Rotterdam með Daða og Gagnamagninu. Hann birti þessa mynd í hringrás sinni á Instagram í gær.INSTAGRAM/RÚNAR FREYR Daði og Gagnamagnið æfðu mögulegan sigur hópsins þar sem undirbúa þurfti feril sem færi í gagn ef allt færi á besta veg, vegna fjarlægðar hans frá stóra sviðinu. Þar að auki þótti atriðið sigurstranglegt að sögn Huldu. Æfði þakkarræðu „Það var fjölskyldurennsli í gær þar sem að skipuleggjandi hringdi í mig og sagði mér að koma upp núna þar sem sett var upp sú atburðarás sem taka ætti við ef við myndum vinna því að þau voru viðbúin því að það gæti gerst.“ „Það var æft já fyrr um daginn. Þá hljóp ég upp og fór með þakkarræðu, mjög fyndið dæmi,“ sagði Hulda. Hvernig var þakkarræðan þín? „Hún var: Stay cool, stay safe og thank you very much,“ segir Hulda og hlær. „Þetta var ótrúlega grillað, ég lá þarna í hláturskasti allan tímann.“ Daði og Gagnamagnið keppa líklega ekki aftur Hulda segir hópinn gríðarlega ánægðan með árangurinn. „Ekkert smá sátt. Við hefðum ekki getað beðið um betri árangur. Það hefði auðvitað verið gaman að vinna en þetta er sjúklega gott og við erum svo ánægð.“ Hún segir að Daði og Gagnamagnið muni líklega ekki keppa aftur í Eurovision. Sjálf gæti hún hugsað sér að taka þátt í keppninni sem söngkona, enda enn draumur að fá að keppa á sviðinu. Hulda segir ómögulegt að segja til um hvort atriðinu hefði gengið betur hefðu þau flutt það á stóra sviðinu. „Sko bæði er engin leið að vita það en ég held að það hefði hjálpað okkur. Þetta var samt upptaka sem eldist vel.“ Hún segist mjög spennt að komast heim til Íslands og hvíla sig. „Við bíðum eftir niðurstöðum úr Covid prófi og svo ætla ég að knúsa hundinn minn og sofa“
Eurovision Tengdar fréttir Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkniefnum Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær. 23. maí 2021 13:20 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkniefnum Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær. 23. maí 2021 13:20
Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24
Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29
Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49
Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30