Lewandowski náði metinu á ögurstundu | Bremen niður eftir 40 ár í efstu deild Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 15:30 Lewandowski hélt spennunni fram á lokastund. Getty Images/Alexander Hassenstein Robert Lewandowski bætti 49 ára gamalt markamet Gerds Müllers í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta er lið hans Bayern München vann 5-2 sigur á Augsburg í lokaumferð deildarinnar í dag. Werder Bremen féll niður í næst efstu deild. Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira