Lewandowski náði metinu á ögurstundu | Bremen niður eftir 40 ár í efstu deild Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 15:30 Lewandowski hélt spennunni fram á lokastund. Getty Images/Alexander Hassenstein Robert Lewandowski bætti 49 ára gamalt markamet Gerds Müllers í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta er lið hans Bayern München vann 5-2 sigur á Augsburg í lokaumferð deildarinnar í dag. Werder Bremen féll niður í næst efstu deild. Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira
Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira