Lewandowski náði metinu á ögurstundu | Bremen niður eftir 40 ár í efstu deild Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 15:30 Lewandowski hélt spennunni fram á lokastund. Getty Images/Alexander Hassenstein Robert Lewandowski bætti 49 ára gamalt markamet Gerds Müllers í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta er lið hans Bayern München vann 5-2 sigur á Augsburg í lokaumferð deildarinnar í dag. Werder Bremen féll niður í næst efstu deild. Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira