Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 09:43 Dómararnir þrír voru ekki sammála um niðurstöðu málsins og skilaði einn þeirra inn sératkvæði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira