Memphis henti Golden State úr keppni eftir framlengdan leik | Úrslitakeppnin klár Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 09:30 Ja Morant hafði betur gegn Stephen Curry í nótt. Getty Images/Lachlan Cunningham Memphis Grizzlies varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta vestanhafs. Liðið vann 117-112 sigur á Golden State Warriors eftir framlengdan leik. Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira