Þriggja vikna hraðmót um titilinn eftir margra mánaða keppni og vinnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 09:01 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í Olís deild karla sem og Barein sem er á leiðinni á Ólympíuleikana í sumar. Vísir/Vilhelm Næst síðasta umferðin í Olís-deild karla í handbolta verður leikin í dag. Haukar hafa haft yfirburði til þessa í deildarkeppninni, en hvers vegna? Gaupi fór á stúfana og ræddi við Aron Kristjánsson, þjálfara liðsins um gott gengi þess á leiktíðinni. „Ég held fyrst og fremst að við höfum æft mjög vel. Æfðum mjög vel í sumar og undirbjuggum okkur mjög vel inn í tímabilið. Bæði líkamlega og svo höfum við unnið af krafti er varðar taktík í gegnum allan veturinn. Svo er þessi einbeiting, hún skiptir máli. Að menn séu alltaf einbeittir fyrir næsta leik, það er auðvelt að slaka á þegar maður er búinn að vinna 3-4 leiki í röð,“ sagði Aron og hélt svo áfram. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið í heild sinni. „Við höfum náð að halda þessari einbeitingu og þessum sigurvilja. Liðsheildin hefur verið sterk, það hafa margir leikmenn komið að verkefninu. Margir leikmenn hafa verið að spila og við höfum dreift álaginu vel. Ég tel að liðsheildin skipti miklu máli í þessu.“ Varðandi breidd Hauka liðsins „Það hefur gengið vel [að nýta breiddina]. Erum bæði með eldri og reyna leikmenn og yngri og óreyndari en efnilega stráka. Mér finnst hafa gengið vel að blanda þessu saman og fá vissa orku í gegnum liðið með því að nota marga menn.“ Um úrslitakeppnina „Það er þriggja vikna hraðmót um titilinn eftir margra mánaða keppni og vinnu þar sem við höfum þurft að vera byrja og stoppa út af Covid-19. Það er sérstakt að fá ekki meiri sigurlaun að vinna deildina eða vera ofarlega í deildinni þegar þú ferð í úrslitakeppnina. Hún er með sérstöku sniði í ár, svona Evrópu-fyrirkomulagi, þar sem bæði liðin fá einn heimaleik. Þetta er leiðin til að klára mótið og við tökum því bara og stefnum á sigur.“ „Þetta er búið að vera skrítið mót. Höfum þurft að stoppa oft og ég hef fundið hjá mér að þegar við stoppum svona lengi er maður liggur við að byrja upp á nýtt. Liðið þarf að vera snöggt að ná tökunum á hlutunum aftur og svo er það viss galdur hvernig þú æfir í þessum stoppum. Mátt ekki vera inn í íþrótta- eða lyftingasal og þá reynir á hvernig maður æfir og hvernig álagið er.“ Aron segir að það séu lið sem geti skákað Haukum í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. „Mótið hefur verið ótrúlega jafnt fyrir utan kannski að við höfum náð að síga fram úr og sýnt mikinn stöðugleika. Svo hefur ÍR verið á hinum endanum og ekki tekið nein stig. Fyrir utan þessi tvö lið hefur mótið verið ótrúlega jafnt. Stigataflan lýgur ekki um það, það er stutt frá 2. til 3. sæti niður í 8. eða 9. sæti. Mér finnst nokkur af þessum liðum vera gífurlega hættuleg í úrslitakeppninni, og það er ekki bara eitt heldur þrjú eða fjögur.“ Aron fer til Barein að loknu tímabilinu hér á landi „Það er mikið að gera. Ég get sagt það að mótið hefur dregist aðeins á langinn en það er bara skemmtilegt að geta klárað mótið og nú byrjar skemmtileg úrslitakeppni. Þó margir séu farnir að veiða og fara í golf og svo framvegis þá erum við inn í íþróttahúsunum að undirbúa okkur fyrir alvöru leiki.“ „Ég átti að vera mættur 10. júní til Barein en það er sæmilegur skilningur fyrir því að ég komi bara fyrir síðasta leik,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum en hann mun stýra liði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í sumar. Klippa: Viðtal við Aron Kristjánsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Haukar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Ég held fyrst og fremst að við höfum æft mjög vel. Æfðum mjög vel í sumar og undirbjuggum okkur mjög vel inn í tímabilið. Bæði líkamlega og svo höfum við unnið af krafti er varðar taktík í gegnum allan veturinn. Svo er þessi einbeiting, hún skiptir máli. Að menn séu alltaf einbeittir fyrir næsta leik, það er auðvelt að slaka á þegar maður er búinn að vinna 3-4 leiki í röð,“ sagði Aron og hélt svo áfram. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið í heild sinni. „Við höfum náð að halda þessari einbeitingu og þessum sigurvilja. Liðsheildin hefur verið sterk, það hafa margir leikmenn komið að verkefninu. Margir leikmenn hafa verið að spila og við höfum dreift álaginu vel. Ég tel að liðsheildin skipti miklu máli í þessu.“ Varðandi breidd Hauka liðsins „Það hefur gengið vel [að nýta breiddina]. Erum bæði með eldri og reyna leikmenn og yngri og óreyndari en efnilega stráka. Mér finnst hafa gengið vel að blanda þessu saman og fá vissa orku í gegnum liðið með því að nota marga menn.“ Um úrslitakeppnina „Það er þriggja vikna hraðmót um titilinn eftir margra mánaða keppni og vinnu þar sem við höfum þurft að vera byrja og stoppa út af Covid-19. Það er sérstakt að fá ekki meiri sigurlaun að vinna deildina eða vera ofarlega í deildinni þegar þú ferð í úrslitakeppnina. Hún er með sérstöku sniði í ár, svona Evrópu-fyrirkomulagi, þar sem bæði liðin fá einn heimaleik. Þetta er leiðin til að klára mótið og við tökum því bara og stefnum á sigur.“ „Þetta er búið að vera skrítið mót. Höfum þurft að stoppa oft og ég hef fundið hjá mér að þegar við stoppum svona lengi er maður liggur við að byrja upp á nýtt. Liðið þarf að vera snöggt að ná tökunum á hlutunum aftur og svo er það viss galdur hvernig þú æfir í þessum stoppum. Mátt ekki vera inn í íþrótta- eða lyftingasal og þá reynir á hvernig maður æfir og hvernig álagið er.“ Aron segir að það séu lið sem geti skákað Haukum í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. „Mótið hefur verið ótrúlega jafnt fyrir utan kannski að við höfum náð að síga fram úr og sýnt mikinn stöðugleika. Svo hefur ÍR verið á hinum endanum og ekki tekið nein stig. Fyrir utan þessi tvö lið hefur mótið verið ótrúlega jafnt. Stigataflan lýgur ekki um það, það er stutt frá 2. til 3. sæti niður í 8. eða 9. sæti. Mér finnst nokkur af þessum liðum vera gífurlega hættuleg í úrslitakeppninni, og það er ekki bara eitt heldur þrjú eða fjögur.“ Aron fer til Barein að loknu tímabilinu hér á landi „Það er mikið að gera. Ég get sagt það að mótið hefur dregist aðeins á langinn en það er bara skemmtilegt að geta klárað mótið og nú byrjar skemmtileg úrslitakeppni. Þó margir séu farnir að veiða og fara í golf og svo framvegis þá erum við inn í íþróttahúsunum að undirbúa okkur fyrir alvöru leiki.“ „Ég átti að vera mættur 10. júní til Barein en það er sæmilegur skilningur fyrir því að ég komi bara fyrir síðasta leik,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum en hann mun stýra liði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í sumar. Klippa: Viðtal við Aron Kristjánsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Haukar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira