Curry og félagar spila upp á „sigur eða sumarfrí“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:30 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors verða að vinna í kvöld. AP/Gerald Herbert Umspil NBA deildarinnar í körfubolta lýkur í kvöld með hreinum úrslitaleik á milli Golden State Warriors og Memphis Grizzlies um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira