Eurovisionvaktin: Sögulegt kvöld hjá Íslandi hvernig sem fer Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2021 17:01 Ísland er númer tólf í röðinni í Ahoy-höllinni í kvöld. Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Eurovision Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira