Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2021 11:09 Boeing 737-Max þota lenti fyrst á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018 í sýningarflugi þegar Icelandair tók fyrstu vél þessarar tegundar í notkun. Vísir/Jóhann K. Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar: Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira
Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar:
Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira
Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15