Tvöfaldur Ólympíumeistari sleit hásin rétt fyrir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:01 Christian Taylor ætlaði sér að vinna þriðja Ólympíugullið í röð í Tókýó í sumar en nú er ljóst að ekkert verður að því. Getty/Cameron Spencer Margfaldur Ólympíu- og heimsmeistari missir af Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar eftir að hafa meiðst illa í vikunni. Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira
Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira