Úr vonlausri stöðu í úrslitakeppni eins og Westbrook fullyrti Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 07:31 Russell Westbrook fagnaði með stuðningsmönnum eftir sigurinn dýrmæta í gærkvöld. AP/Nick Wass Washington Wizards varð í gærkvöld áttunda og síðasta liðið í austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta til að komast í úrslitakeppnina. Washington vann Indiana Pacers 142-115 í umspilsleik. Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum