Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgarstjóra og á vef KR. Í tilkynningu segir að fjölnota knatthús muni gerbylta allri aðstöðu og starfsemi á svæði KR.
„Samningur þessi byggir á mikilli skipulags- og hugmyndavinnu sem forsvarsmenn KR hafa unnið með arkitektunum Bjarna Snæbjörnssyni, Snædísi Bjarnadóttur og Páli Gunnlaugssyni síðustu ár,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að samningurinn sé mikil lyftistöng fyrir allt íþrótta- og félagsstarf í Vesturbænum og teljist til stærri áfanga í 122 ára sögu íþróttafélagsins.