Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2021 12:26 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira