Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 10:59 Öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið var aukin verulega eftir árásina blóðugu í janúar. AP/Carolyn Kaster Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira