Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 00:02 Þrátt fyrir yfirlýsingar Netanjahús í dag virðast einhverjir telja að vopnahléssamningur gæti náðst um helgina. getty/kobi wolf/bloomberg Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við ákalli Bandaríkjaforseta Joe Bidens um að draga verulega úr loftárásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir samtal þeirra í dag að hann myndi gefa í árásirnar. Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast. Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast.
Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00
Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00