Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 17:51 Hæstiréttur telur sérfróða meðdómsmanninn hæfan til að dæma í málinu. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni. Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni.
Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11
Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent