Fólk, fyrirtæki og húsnæðiskostnaður Guðný Hjaltadóttir skrifar 19. maí 2021 15:01 Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun