Fundu málmgufur utan um halastjörnur Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:01 Járn (Fe) og nikkel (Ni) fannst í þunnum gashjúp þegar ljósið frá halastjörnunni C/2016 R2 (PANSTARRS) var litrófsrgreint. Þungmálmar eru yfirleitt ekki á gasformi í kuldanum fjarri sólinni. ESO/L. Calçada, SPECULOOS Team/E. Jehin, Manfroid og fleiri Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra. Geimurinn Vísindi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira