19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. maí 2021 07:00 Hulda F. Pálsdóttir. Vísir/Vilhelm Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum. „Ég sé fyrir mér að ef eftirspurnin verður mikil þá myndi ég skipuleggja framleiðsluna í kringum það. En þróa síðan hugmyndina og framleiða töskur úr tilteknum bílum eins og til dæmis bílum sem hafa verið lengi í fjölskyldum og eru búnir með sinn líftíma. Þá væri hægt að senda inn beiðni um að fá sérhannaða tösku úr bílnum,“ segir Hulda. Hugmyndin fæðist Hulda útskrifast í vor úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ af hönnunar- og markaðsbraut. „Ég hef mikinn áhuga á hönnun og þá helst fatahönnun og því sem tengist tísku,“ segir Hulda og bætir við: Í lokaáfanganum í hönnun var ég að vinna að nýsköpunarverkefni og fékk þá hugmynd að hanna töskur úr endurnýttum efnum. Því fólk er farið að hugsa mun meira um það en áður að kaupa umhverfisvænar vörur.“ Að sögn Huldu tók þróunarferlið smá tíma en ferlið gekk þó vel fyrir sig. „Mér datt í hug að hanna töskur með haldfangi úr sætisbeltum en vildi þó finna mér enn betri sérstöðu. Þá datt mér í hug að taskan sjálf gæti verið úr endurnýttum leðursætum úr bílum. Mér fannst skipta mjög miklu máli að taskan væri sérstök og öðruvísi,“ segir Hulda. Hulda var að vinna í nýsköpunarverkefni í skólanum þegar að hún fékk hugmyndina að AKA töskunum.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið hafði Hulda samband við Netparta og spurðist fyrir um það hvort hún gæti fengið hráefni úr bílum þaðan. Það gekk upp og segist Hulda hafa fengið nánast allt hráefni frá Netpörtum. Það voru leðursæti úr bílum og einnig sætisbelti. Ég byrjaði á því að hreinsa innan úr sætunum svampa og óþarfa sauma. En þegar að ég saumaði töskuna saman, passaði ég þó upp á að efnið héldi enn sínu upprunalega formi,“ segir Hulda. Í markaðsfræði í skólanum hafði Hulda líka lært ýmislegt um það, hvernig stofnun fyrirtækja gengur fyrir sig og rekstur þeirra. Hulda ákvað því að taka verkefnið skrefinu lengra og stofna fyrirtækið AKA töskur. „Ég valdi að skýra töskuna, eða litla fyrirtækið mitt, AKA töskur því mér fannst það passa mjög vel við hugmyndina mína og undirstrika sérstöðuna,“ segir Hulda og vísar þar til þess að þar sem hráefnið í töskunum kemur úr bílum, eigi það vel við að tengja nafnið við akstur. Nýsköpun Tíska og hönnun Umhverfismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“ „Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26. 19. mars 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Loftlagsmálin: Þurfum ekki að fara í fyrra horf „Covid19 færði okkur breytta heimsmynd og lækkandi kolefnisspor með minni samgöngum og meiri fjarvinnu," segir Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium sem hvetur stjórnendur til að taka stærri skref í loftlagsmálum. 28. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég sé fyrir mér að ef eftirspurnin verður mikil þá myndi ég skipuleggja framleiðsluna í kringum það. En þróa síðan hugmyndina og framleiða töskur úr tilteknum bílum eins og til dæmis bílum sem hafa verið lengi í fjölskyldum og eru búnir með sinn líftíma. Þá væri hægt að senda inn beiðni um að fá sérhannaða tösku úr bílnum,“ segir Hulda. Hugmyndin fæðist Hulda útskrifast í vor úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ af hönnunar- og markaðsbraut. „Ég hef mikinn áhuga á hönnun og þá helst fatahönnun og því sem tengist tísku,“ segir Hulda og bætir við: Í lokaáfanganum í hönnun var ég að vinna að nýsköpunarverkefni og fékk þá hugmynd að hanna töskur úr endurnýttum efnum. Því fólk er farið að hugsa mun meira um það en áður að kaupa umhverfisvænar vörur.“ Að sögn Huldu tók þróunarferlið smá tíma en ferlið gekk þó vel fyrir sig. „Mér datt í hug að hanna töskur með haldfangi úr sætisbeltum en vildi þó finna mér enn betri sérstöðu. Þá datt mér í hug að taskan sjálf gæti verið úr endurnýttum leðursætum úr bílum. Mér fannst skipta mjög miklu máli að taskan væri sérstök og öðruvísi,“ segir Hulda. Hulda var að vinna í nýsköpunarverkefni í skólanum þegar að hún fékk hugmyndina að AKA töskunum.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið hafði Hulda samband við Netparta og spurðist fyrir um það hvort hún gæti fengið hráefni úr bílum þaðan. Það gekk upp og segist Hulda hafa fengið nánast allt hráefni frá Netpörtum. Það voru leðursæti úr bílum og einnig sætisbelti. Ég byrjaði á því að hreinsa innan úr sætunum svampa og óþarfa sauma. En þegar að ég saumaði töskuna saman, passaði ég þó upp á að efnið héldi enn sínu upprunalega formi,“ segir Hulda. Í markaðsfræði í skólanum hafði Hulda líka lært ýmislegt um það, hvernig stofnun fyrirtækja gengur fyrir sig og rekstur þeirra. Hulda ákvað því að taka verkefnið skrefinu lengra og stofna fyrirtækið AKA töskur. „Ég valdi að skýra töskuna, eða litla fyrirtækið mitt, AKA töskur því mér fannst það passa mjög vel við hugmyndina mína og undirstrika sérstöðuna,“ segir Hulda og vísar þar til þess að þar sem hráefnið í töskunum kemur úr bílum, eigi það vel við að tengja nafnið við akstur.
Nýsköpun Tíska og hönnun Umhverfismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“ „Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26. 19. mars 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Loftlagsmálin: Þurfum ekki að fara í fyrra horf „Covid19 færði okkur breytta heimsmynd og lækkandi kolefnisspor með minni samgöngum og meiri fjarvinnu," segir Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium sem hvetur stjórnendur til að taka stærri skref í loftlagsmálum. 28. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03
Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“ „Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26. 19. mars 2021 07:00
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01
Loftlagsmálin: Þurfum ekki að fara í fyrra horf „Covid19 færði okkur breytta heimsmynd og lækkandi kolefnisspor með minni samgöngum og meiri fjarvinnu," segir Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium sem hvetur stjórnendur til að taka stærri skref í loftlagsmálum. 28. apríl 2020 09:00