Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 23:05 Gísli Marteinn Baldursson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld. „Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021 Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
„Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021
Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira