Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 23:05 Gísli Marteinn Baldursson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld. „Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021 Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira
„Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021
Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira