Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. maí 2021 20:01 Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með íslenskum ráðamönnum í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. Antony Blinken kom til landsins í gærkvöldi til að taka þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurskautsráðsins sem hefst annað kvöld og líkur á fimmtudag. Hann mun eiga tvíhliða fund með Seirgei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudag sem verður í fyrsta skipti sem svo háttsettur embættismaður stjórnar Joe Biden hittir rússneskan starfsbróður. Í dag fundaði Blinken hins vegar með íslenskum ráðamönnum og þá fyrst með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. „Við vorum sammála um að við þyrftum að halda áfram að rækta þessa mikilvægu hlið á sambandi okkar þar sem Keflavíkurflugvöllur gegnir hernaðarlega mikilvægu hlutverki á Norður-Atlantshafi,“ sagði Guðlaugur í dag. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, funduðu í Hörpu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sagði utanríkisráðherra mikilvægt að halda áfram að efla gott og mikilvægt viðskiptasamband ríkjanna. „Bandaríkin eru stærsta viðskiptaland Íslands. Þetta er því forgangsatriði fyrir okkur.“ Segir afstöðu íslenskra stjórnvalda skýra Stór hluti fundarins fór hins vegar í að ræða loftlagsmálin sem verða á dagskrá Norðurskautsráðsins og fagnaði Guðlaugur Þór endurkomu Bandaríkjamanna að Parísarsamkomulaginu. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs settu einnig mikinn svip á fund ráðherranna. Blinken sagði Bandaríkjastjórn telja tveggja ríkja lausnina besta skrefið til framtíðar í samskiptum Ísraels og Palestínu. „Að því leyti eru allar einhliða aðgerðir allra aðila sem gera það erfiðara að koma tveggja ríkja lausninni á og meira krefjandi en það er nú þegar, skref sem við erum andvígir,“ sagði Blinken í dag. „Afstaða Íslendinga var og er skýr. Við styðjum tveggja ríkja lausn og teljum að hernám Ísraelsmanna sé ólöglegt. Við fordæmum harðlega allar árásir á óbreytta borgara sem hafa í för með sér mikið mannfall og þjáningar eins og við vitum öll, og þar á meðal eru börn,“ sagði Guðlaugur. Viðvera Bandaríkjahers verður áfram Þá sagði hann allar breytingar á starfsemi Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli háðar samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Bandaríski herinn og íslenska sérsveitin voru með viðveru við Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm „Við ætlum að halda áfram að viðhalda viðveru Bandaríkjamanna á varanlegum skiptigrunni til að uppfylla skyldur okkar við NATO og Ísland. Við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og herir okkar hafa fengið mikinn stuðning í herstöðinni í Keflavík. Her okkar leggur sitt af mörkum til herstöðvarinnar með því að taka að sér ýmis innviðaverkefni,“ sagði Blinken. Sammála um tveggja ríkja lausn Að loknum fréttamannafundi utanríkisráðherranna fundaði Blinken síðan með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Katrín ítrekaði stefnu íslenskra stjórnvalda um tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu og það er óvenjulegt að forseti Íslands gerði það einnig og sagði það vilja íslensku þjóðarinnar að hernaðarátök yrðu stöðvuð fyrir botni Miðjarðarhafs. Forsætisráðherra ræddi loftlagsmálin og hvernig þjóðir heims gætu unnið saman að bólusetningum heimsbyggðarinnar við covid-19 við Blinken. Þau voru sammála um að tveggja ríkja lausnin væri eina rétta skrefið til framtíðar í samskiptum Ísraels og Palestínu en Katrín lagði áherslu að á núverandi hernaðarátök yrðu stöðvuð. „Það sé óásættanlegt að almennir borgarar séu að falla þarna daglega í loftárásum. Þannig að ég hvatti mjög Bandaríkin til dáða í að beita sér í þessum málum sem þau eru að gera,“ sagði Katrín í dag. Mótmælt var fyrir framan Hörpu vegna ástandsins í Ísrael og Palestínu í dag. Vísir/Vilhelm Í þessum efnum eins og öðrum á alþjóðavettvangi vær mikilvægt að farið væri að alþjóðalögum og samningum. Það ætti einnig við um málefni norðurskautsins. „Okkar áherslur eru auðvitað að þetta eigi aðvera svæði sem er laust við hernaðarumsvif. Þetta sé láspennusvæði og við séum aðhorfa frekar til mála eins og loftlagsmálanna sem eru kannski stærsta öryggisógnin á norðurslóðum. Því við erum að sjá þær breytingar verða á talsvert meiri hraða en annars staðar. En það liggur líka fyrir að þarna er mikil valdabarátta og menn eru að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ sagði Katrín. Guðni segir afstöðu almennins skýra Forseti Íslands færði Blinken þá ósk að fundur hans með Sergei Lavrov yrði árangursríkur og vinalegur eins og fundur Norðurskautsráðsins. Þá áréttaði forsetinn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Þá gæti ég hiklaust bætt því við að allur almenningur á Íslandi væri þeirrar skoðunar að árásum yrði aðlinna þegar í stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í dag. „Forseti Íslands hver sem það er hverju sinni talar ekki fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. En ég held að það hafi verið gott fyrir Blinken að finna að í þessum efnum er íslenskur almenningur þessarar skoðunar.“ Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Loftslagsmál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Antony Blinken kom til landsins í gærkvöldi til að taka þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurskautsráðsins sem hefst annað kvöld og líkur á fimmtudag. Hann mun eiga tvíhliða fund með Seirgei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudag sem verður í fyrsta skipti sem svo háttsettur embættismaður stjórnar Joe Biden hittir rússneskan starfsbróður. Í dag fundaði Blinken hins vegar með íslenskum ráðamönnum og þá fyrst með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. „Við vorum sammála um að við þyrftum að halda áfram að rækta þessa mikilvægu hlið á sambandi okkar þar sem Keflavíkurflugvöllur gegnir hernaðarlega mikilvægu hlutverki á Norður-Atlantshafi,“ sagði Guðlaugur í dag. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, funduðu í Hörpu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sagði utanríkisráðherra mikilvægt að halda áfram að efla gott og mikilvægt viðskiptasamband ríkjanna. „Bandaríkin eru stærsta viðskiptaland Íslands. Þetta er því forgangsatriði fyrir okkur.“ Segir afstöðu íslenskra stjórnvalda skýra Stór hluti fundarins fór hins vegar í að ræða loftlagsmálin sem verða á dagskrá Norðurskautsráðsins og fagnaði Guðlaugur Þór endurkomu Bandaríkjamanna að Parísarsamkomulaginu. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs settu einnig mikinn svip á fund ráðherranna. Blinken sagði Bandaríkjastjórn telja tveggja ríkja lausnina besta skrefið til framtíðar í samskiptum Ísraels og Palestínu. „Að því leyti eru allar einhliða aðgerðir allra aðila sem gera það erfiðara að koma tveggja ríkja lausninni á og meira krefjandi en það er nú þegar, skref sem við erum andvígir,“ sagði Blinken í dag. „Afstaða Íslendinga var og er skýr. Við styðjum tveggja ríkja lausn og teljum að hernám Ísraelsmanna sé ólöglegt. Við fordæmum harðlega allar árásir á óbreytta borgara sem hafa í för með sér mikið mannfall og þjáningar eins og við vitum öll, og þar á meðal eru börn,“ sagði Guðlaugur. Viðvera Bandaríkjahers verður áfram Þá sagði hann allar breytingar á starfsemi Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli háðar samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Bandaríski herinn og íslenska sérsveitin voru með viðveru við Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm „Við ætlum að halda áfram að viðhalda viðveru Bandaríkjamanna á varanlegum skiptigrunni til að uppfylla skyldur okkar við NATO og Ísland. Við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og herir okkar hafa fengið mikinn stuðning í herstöðinni í Keflavík. Her okkar leggur sitt af mörkum til herstöðvarinnar með því að taka að sér ýmis innviðaverkefni,“ sagði Blinken. Sammála um tveggja ríkja lausn Að loknum fréttamannafundi utanríkisráðherranna fundaði Blinken síðan með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Katrín ítrekaði stefnu íslenskra stjórnvalda um tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu og það er óvenjulegt að forseti Íslands gerði það einnig og sagði það vilja íslensku þjóðarinnar að hernaðarátök yrðu stöðvuð fyrir botni Miðjarðarhafs. Forsætisráðherra ræddi loftlagsmálin og hvernig þjóðir heims gætu unnið saman að bólusetningum heimsbyggðarinnar við covid-19 við Blinken. Þau voru sammála um að tveggja ríkja lausnin væri eina rétta skrefið til framtíðar í samskiptum Ísraels og Palestínu en Katrín lagði áherslu að á núverandi hernaðarátök yrðu stöðvuð. „Það sé óásættanlegt að almennir borgarar séu að falla þarna daglega í loftárásum. Þannig að ég hvatti mjög Bandaríkin til dáða í að beita sér í þessum málum sem þau eru að gera,“ sagði Katrín í dag. Mótmælt var fyrir framan Hörpu vegna ástandsins í Ísrael og Palestínu í dag. Vísir/Vilhelm Í þessum efnum eins og öðrum á alþjóðavettvangi vær mikilvægt að farið væri að alþjóðalögum og samningum. Það ætti einnig við um málefni norðurskautsins. „Okkar áherslur eru auðvitað að þetta eigi aðvera svæði sem er laust við hernaðarumsvif. Þetta sé láspennusvæði og við séum aðhorfa frekar til mála eins og loftlagsmálanna sem eru kannski stærsta öryggisógnin á norðurslóðum. Því við erum að sjá þær breytingar verða á talsvert meiri hraða en annars staðar. En það liggur líka fyrir að þarna er mikil valdabarátta og menn eru að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ sagði Katrín. Guðni segir afstöðu almennins skýra Forseti Íslands færði Blinken þá ósk að fundur hans með Sergei Lavrov yrði árangursríkur og vinalegur eins og fundur Norðurskautsráðsins. Þá áréttaði forsetinn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Þá gæti ég hiklaust bætt því við að allur almenningur á Íslandi væri þeirrar skoðunar að árásum yrði aðlinna þegar í stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í dag. „Forseti Íslands hver sem það er hverju sinni talar ekki fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. En ég held að það hafi verið gott fyrir Blinken að finna að í þessum efnum er íslenskur almenningur þessarar skoðunar.“
Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Loftslagsmál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53
Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44
Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu