Spenntur fyrir að fara á Egilsstaði eftir að hafa búið nánast alla ævina í Njarðvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 15:32 Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson munu þjálfa Hött í sameiningu. vísir/sigurjón Einar Árni Jóhannsson segir að þeim Viðari Erni Hafsteinssyni hafi lengi rætt um það að starfa saman. Það gerist á næsta tímabili en Einar Árni hefur verið ráðinn þjálfari Hattar við hlið Viðars. Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli