Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2021 12:56 Horfurnar fyrir árið eru sagðar hafa batnað þar sem útlit sé fyrir að ferðaþjónustan taki fyrr við sér. Vísir/KMU Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. Hagvaxtarhorfurnar fyrir árið eru sagðar töluvert betri en í október 2020 þar sem góður gangur í bólusetningu innanlands og í helstu viðskiptalöndum auki líkur á að ferðaþjónustan taki við sér fyrr en hagfræðideildin reiknaði með í fyrra. Reiknar hún með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, eða 3,3% árið 2022 og 2,2% árið 2023. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok árs 2022, samkvæmt spá hagfræðideildarinnar. Íbúðaverð hækki um 10,5 prósent Spáir hún því að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala, en að það hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Þá sé útlit fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8,8% á þessu ári, lækki í 5,5% á næsta ári og verði nálægt 4,6% árið 2023. Talið er að verðbólgan nái hámarki á öðrum ársfjórðungi 2021, verði töluvert yfir 2,5% markmiði Seðlabankans út þetta ár en verði komin í markmið um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,6% árið 2023. Samhliða því gerir spá hagfræðideildar Landsbankans ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir á seinni helmingi ársins og að meginvextir Seðlabanka Íslands verði 1,5% í árslok, hækki í 2,5% árið 2022 og verði 2,75% í lok árs 2023. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Horfur eru mun verri í hagspá Landsbankans en þær voru í þjóðhagsspá Seðlabankans í ágústmánuði. Verðbólga og atvinnuleysi dragist á langinn. 20. október 2020 13:28 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Hagvaxtarhorfurnar fyrir árið eru sagðar töluvert betri en í október 2020 þar sem góður gangur í bólusetningu innanlands og í helstu viðskiptalöndum auki líkur á að ferðaþjónustan taki við sér fyrr en hagfræðideildin reiknaði með í fyrra. Reiknar hún með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, eða 3,3% árið 2022 og 2,2% árið 2023. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok árs 2022, samkvæmt spá hagfræðideildarinnar. Íbúðaverð hækki um 10,5 prósent Spáir hún því að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala, en að það hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Þá sé útlit fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8,8% á þessu ári, lækki í 5,5% á næsta ári og verði nálægt 4,6% árið 2023. Talið er að verðbólgan nái hámarki á öðrum ársfjórðungi 2021, verði töluvert yfir 2,5% markmiði Seðlabankans út þetta ár en verði komin í markmið um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,6% árið 2023. Samhliða því gerir spá hagfræðideildar Landsbankans ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir á seinni helmingi ársins og að meginvextir Seðlabanka Íslands verði 1,5% í árslok, hækki í 2,5% árið 2022 og verði 2,75% í lok árs 2023.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Horfur eru mun verri í hagspá Landsbankans en þær voru í þjóðhagsspá Seðlabankans í ágústmánuði. Verðbólga og atvinnuleysi dragist á langinn. 20. október 2020 13:28 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Horfur eru mun verri í hagspá Landsbankans en þær voru í þjóðhagsspá Seðlabankans í ágústmánuði. Verðbólga og atvinnuleysi dragist á langinn. 20. október 2020 13:28