„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2021 12:08 Yousef Ingi Tamimi segir að tími yfirlýsinga sé liðinn, nú þurfi íslensk stjórnvöld að setja viðskiptabann á Ísrael. Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira