Lán með breytilegum vöxtum ólögleg - Taktu þátt og verðu rétt þinn Breki Karlsson og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 19. maí 2021 08:01 Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Neytendur Húsnæðismál Breki Karlsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Sjá meira
Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun