Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 09:28 Niður með hernámið, segir á einu skiltanna. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til landsins í gær og fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu í Hörpu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi. Mótmælendum fjölgar hægt og rólega fyrir utan tónlistarhúsið, þar sem utanríkisráðherrann verður í allan dag. Ætla má að um 100 séu á staðnum. Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision. Á meðal mótmælenda er hinn heimsfrægi íslenski málsvari Palestínu, Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. Tvö ár eru liðin frá því að hann dró upp fána ríkisins í beinni útsendingu á Eurovision í Ísrael. Bandaríkin og Ísrael eiga sögulega séð í nánu hernaðarlegu samstarfi og Bandaríkin leggja Ísraelsher til mikla fjármuni árlega í því skyni. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. Biden er sagður hafa rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela og greint honum frá því að Bandaríkjamenn ásamt Egyptum og fleiri þjóðum væru nú að vinna að því að koma á slíku hléi. Bandaríkjamenn beittu hinsvegar enn og aftur neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og stöðvuðu yfirlýsingu þess efnis að átökunum skyldi hætt tafarlaust. Palestína Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Hernaður Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. 17. maí 2021 18:01 Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til landsins í gær og fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu í Hörpu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi. Mótmælendum fjölgar hægt og rólega fyrir utan tónlistarhúsið, þar sem utanríkisráðherrann verður í allan dag. Ætla má að um 100 séu á staðnum. Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision. Á meðal mótmælenda er hinn heimsfrægi íslenski málsvari Palestínu, Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. Tvö ár eru liðin frá því að hann dró upp fána ríkisins í beinni útsendingu á Eurovision í Ísrael. Bandaríkin og Ísrael eiga sögulega séð í nánu hernaðarlegu samstarfi og Bandaríkin leggja Ísraelsher til mikla fjármuni árlega í því skyni. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. Biden er sagður hafa rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela og greint honum frá því að Bandaríkjamenn ásamt Egyptum og fleiri þjóðum væru nú að vinna að því að koma á slíku hléi. Bandaríkjamenn beittu hinsvegar enn og aftur neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og stöðvuðu yfirlýsingu þess efnis að átökunum skyldi hætt tafarlaust.
Palestína Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Hernaður Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. 17. maí 2021 18:01 Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. 17. maí 2021 18:01
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32