Frá þessu greina slökkviliðsmenn á Facebook, þar sem fram kemur að sjúkrabifreiðar hafi verið kallaðar út í 126 verkefni, þar af 23 forgagnsverkefni og tólf Covid-flutninga.
„Verkefni á slökkvibíla voru sex síðasta sólahring og voru þau ansi fjölbreytt en öll það sem við teljum minniháttar. Hæst ber að nefna björgun páfagauks sem hafði væntanlega sloppið út úr búrinu sínu og ákvað að skoða aðeins heiminn. Sat hann hinn spakasti uppi í tré þegar slökkviliðsmenn náðu að fanga hann,“ segir í færslunni.
Þá var slökkvilið og lögregla kölluð til þegar sást til hests á sundi í Elliðavatni.
„Var hann kominn upp úr er við komum á staðinn og var hann handtekinn af lögreglu. Já, þau geta verið ýmisleg verkefnin. Farið nú öll varlega og eigið þið góðan dag.“