Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2021 18:01 Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“ Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“
Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00