Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. maí 2021 17:10 Advania dró regnbogafánann að húni við Höfða þegar Mike Pence heimsótti húsið. visir/Vilhelm Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986. Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986.
Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34