NBA dagsins: Stigahæstur á leiktíðinni og næstelstur til þess á eftir Jordan Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2021 15:00 Stephen Curry átti magnað endurkomutímabil í vetur. AP/Jeff Chiu Hinn 33 ára gamli Stephen Curry skoraði 46 stig í síðasta leik Golden State Warriors í NBA-deildinni á þessari leiktíð, áður en umspil og úrslitakeppni tekur nú við. Curry skoraði stigin í 113-101 sigri á Memphis Grizzlies og tryggði sér þar með stigameistaratitilinn á leiktíðinni. Hann skoraði að meðaltali 32 stig í leik í vetur og endaði fyrir ofan Bradley Beal sem skoraði 31,3 stig að meðaltali fyrir Washington Wizards. Þetta er í annað sinn sem Curry endar stigahæstur en James Harden hefur orðið stigahæstur síðustu þrjár leiktíðir. Curry afrekaði það síðast veturinn 2015-16. Aðeins Michael Jordan hefur náð að verða stigahæstur á leiktíð í NBA-deildinni eldri en Curry. Jordan var 35 ára þegar hann varð stigahæstur tímabilið 1997-98. Í NBA dagsins má sjá enn eina frábæra frammistöðu Currys sem hefur þurft að draga vagninn fyrir Golden State en liðið þarf að gera sér að góðu að fara í umspil til að komast í úrslitakeppnina. Einnig eru þar svipmyndir úr sigrum LA Lakers og New York Knicks. Klippa: NBA dagsins 17. maí Í umspilinu mætir Golden State meisturum Lakers og mun sigurliðið mæta Phoenix Suns í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Tapliðið fær annan möguleika á að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með leik við sigurliðið í leik Memphis og San Antonio Spurs. Lakers unnu New Orleans Pelicans í nótt en misstu LeBron James meiddan af velli. Hann kveðst þó klár í slaginn við Golden State á miðvikudagskvöld. New York Knicks náðu heimavallarrétti í austurdeildinni þar sem liðið mætir Atlanta Hawks í 8-liða úrslitum. NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Curry skoraði stigin í 113-101 sigri á Memphis Grizzlies og tryggði sér þar með stigameistaratitilinn á leiktíðinni. Hann skoraði að meðaltali 32 stig í leik í vetur og endaði fyrir ofan Bradley Beal sem skoraði 31,3 stig að meðaltali fyrir Washington Wizards. Þetta er í annað sinn sem Curry endar stigahæstur en James Harden hefur orðið stigahæstur síðustu þrjár leiktíðir. Curry afrekaði það síðast veturinn 2015-16. Aðeins Michael Jordan hefur náð að verða stigahæstur á leiktíð í NBA-deildinni eldri en Curry. Jordan var 35 ára þegar hann varð stigahæstur tímabilið 1997-98. Í NBA dagsins má sjá enn eina frábæra frammistöðu Currys sem hefur þurft að draga vagninn fyrir Golden State en liðið þarf að gera sér að góðu að fara í umspil til að komast í úrslitakeppnina. Einnig eru þar svipmyndir úr sigrum LA Lakers og New York Knicks. Klippa: NBA dagsins 17. maí Í umspilinu mætir Golden State meisturum Lakers og mun sigurliðið mæta Phoenix Suns í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Tapliðið fær annan möguleika á að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með leik við sigurliðið í leik Memphis og San Antonio Spurs. Lakers unnu New Orleans Pelicans í nótt en misstu LeBron James meiddan af velli. Hann kveðst þó klár í slaginn við Golden State á miðvikudagskvöld. New York Knicks náðu heimavallarrétti í austurdeildinni þar sem liðið mætir Atlanta Hawks í 8-liða úrslitum.
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira