Hætta ekki að skima bólusetta ferðamenn eða þá með mótefni á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 08:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill lítið tjá sig um hvernig næsti vetur verði. Hann vilji láta sumarið líta, en bendir á að ýmislegt gæti gerst og hlutirnir breyst hratt. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að hætta á næstunni að skima ferðamenn á landamærum sem eru bólusettir eða eru með mótefni. Enn sé verið að greina bólusetta einstaklinga á landamærunum með veiruna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira