Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 18:18 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/kolbeinn tumi Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24