Eurovision staðreyndir sem skipta öllu og engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 22:00 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa í fyrra en Eurovision var blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hópurinn er mættur galvaskur til Rotterdam og til í slaginn. Eurovision Laugardagskvöldið 22. maí verður krýndur nýr sigurvegari í Eurovision. Framlag Íslands er meðal þeirra sigurstranglegustu ef marka má veðbanka. Hvað nú verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí. Eurovision Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Eurovision Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira