Leikmenn Roma voru tilbúnir í slaginn á meðan leikmenn Lazio virtust vera komnir í sumarfrí í huganum. Henrikh Mkhitaryan kom heimamönnum yfir eftir sendingu Edin Džeko á 42. mínútu og staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Þannig var staðan allt fram á 78. mínútu þegar Pedro átti frábært skot fyrir utan teig sem söng í netinu. Á 87. mínútu fékk Francesco Acerbi sitt annað gula spjald í liði Lazio og þar með rautt. Gestirnir voru því tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka, lokatölur 2-0 Roma í vil og ljóst að liðið endar í 7. sæti Serie A.
Lazio situr sem fastast í 6. sæti og getur ekki náð Napoli sem er í 5. sæti upp úr þessu. Síðarnefnda liðið er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Lazio er á leið í Evrópudeildina á næstu leiktíð.
Roma er svo sæti neðar og þó Sassuolo geti náð Rómverjar þá skiptir það ekki öllu máli þar sem hvorugt lið á möguleika á að komast í Evrópudeildarsæti.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.