Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að einstaklingurinn hafi reynt að hlaupa í burtu en ekki komist langt. Að sögn lögreglu var aðilinn undir áhrifum fíkniefna og gekk sína leið eftir tiltal.
Einnig barst tilkynning um að einstaklingur í miðbæ Reykjavíkur væri með hugsanlegt þýfi meðferðis. Við nánari skoðun kom í ljós að þýfið var úr innbroti frá því í nótt, að sögn lögreglu. Var aðilinn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins á meðan málið er til rannsóknar.