26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2021 12:01 Teemu Pukki var magnaður með Finnum í undankeppninni. EPA-EFE/VASSIL DONEV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti