26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2021 12:01 Teemu Pukki var magnaður með Finnum í undankeppninni. EPA-EFE/VASSIL DONEV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira
Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00