NBA dagsins: Rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta leik sínum á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 15:01 Udonis Haslem, fyrirliði Miami Heat, var rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta, og kannski síðasta, leik sínum á tímabilinu. getty/Michael Reaves Miami Heat ber nafn með rentu þessa dagana og virðist vera að hitna á hárréttum tíma fyrir úrslitakeppnina. Miami sigraði topplið Austurdeildar NBA, Philadelphia 76ers, 106-94, í nótt. Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30