Útsendingin hefst klukkan sex að íslenskum tíma í kvöld en Natan hefur heldur betur slegið í gegn í þáttunum.
Áhorfendur ráða miklu um það hvaða keppandi fer áfram geta Íslendingar og aðrir utan Noregs kosið í gegnum vefsíðu TV2.no eftir að þátturinn hefst.
Hver og einn getur kosið þrisvar. Hægt verður að fara inná vefsíðuna eftir klukkan sex og þar efst verður borði sem á stendur The Voice og geta Íslendingar kosið Natan.
Ekki er orðið opinbert hvaða lag Natan hann flytur í kvöld. Í kvöld falla tveir keppendur úr leik og fara sex stigahæstu keppendurnir fara áfram í undanúrslitaþáttinn sem verður í beinni útsendingu 21. maí.
Nú eru semsagt 8 keppendur eftir og talað er um að standarinn hafi aldrei verið eins hár, eins er The Voice Norway talið eitt allra sterkast hérna í Noregi þetta árið, t.d. mun sterkari þátttakendur en í US og UK, það er því við ramman reip að draga. Í þessum þætti detta neðstu 2 úr leik. 6 stigahæstu keppendurnir munu fara áfram undanúrslitaþáttinn sem verður í beinni útsendingu föstudaginn 21. maí.