Börsungar voru 17-16 yfir í hálfleik en eftir spennandi leik höfðu þeir spænsku betur að endingu.
Aron skoraði fimm mörk og hann bætti við fjórtán stoðsendingum. Rosalegur leikur hjá landsliðsfyrirliðanum.
Hann var næst markahæstur hjá Börsungum en Frakkinn Dika Mem átti frábæran leik. Hann gerði tíu mörk í tólf skotum.
Leikurinn var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitunum en þau mætast í næstu viku í Barcelona.
Stas Skube with 16 assists and Aron Palmarsson with 14 assists tonight 💎
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 12, 2021
Unbelievable numbers!#handball #ehfcl