„Ég er ekki í þessu til að eignast vini“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2021 13:01 Kjartan Henry Finnbogason varð markakóngur 1. deildar og kom Vejle upp í úrvalsdeild í fyrra, en var svo farinn frá félaginu skömmu síðar eftir ósætti. Getty/Lars Ronbog „Ég elska KR og mun gera allt sem ég get til að liðið njóti velgengni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem lendir á Íslandi í dag. Eftir stormasaman vetur í Danmörku ætlar hann sér að raða inn mörkum fyrir KR á komandi mánuðum og árum. Kjartan vonast til þess að geta spilað með KR í stórleiknum gegn Val á mánudagskvöld. Það veltur á því hvenær hann fær niðurstöðu úr seinni skimun vegna kórónuveirufaraldursins. „Það vita allir að hverju er stefnt hjá KR og það er að vinna titla. Það gekk vel þegar ég var síðast hjá KR og núna tel ég ágætis forsendur til þess einnig. Rúnar [Kristinsson, þjálfari] er þarna líka og fullt af góðum leikmönnum, með mikla reynslu. Þetta verður langt mót og það hefur byrjað ágætlega – ekkert lið með fullt hús stiga – svo þetta verður bara spennandi. Ég er mjög spenntur að koma og hjálpa liðinu, og vonandi koma með fullt af mörkum,“ segir Kjartan. Óóó Kjartan Henry...Velkominn heim á Meistaravelli Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu 3 tímabilin #KHF9Áfram KR!#allirsemeinn pic.twitter.com/XHH2sBH12Z— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 12, 2021 Kjartan varð Íslandsmeistari með KR árin 2011 og 2013, og bikarmeistari í þrígang, áður en hann sneri aftur út í atvinnumennsku til Danmerkur árið 2014. „Ég er búinn að vera í mjög góðu standi og spila allar mínútur þar sem ég hef verið síðustu sex ár. En núna eru krakkarnir orðnir eldri og konan komin með góða vinnu heima, og svo vil ég líka bara koma heim. Ég vildi alltaf spila aftur með KR áður en ég hætti og gera það þegar ég hefði enn eitthvað fram að færa. Þess vegna er ég mjög spenntur þó að ég muni sakna Danmerkur því þar hef ég átt frábæran tíma,“ segir Kjartan. Gárungarnir hafa grínast með það síðustu ár að KR minni á elliheimilið Grund því þar séu margir burðarásanna komnir vel á fertugsaldur. Kjartan verður 35 ára í sumar og ef hann spilar út samningstímann, næstu þrjú tímabil, verður hann orðinn 38 ára í lok hans. „Ég er alla vega ekki kominn til að yngja liðið,“ segir Kjartan léttur. „Í nútímafótbolta er þetta ekkert eins og áður fyrr þegar menn voru bara ónýtir um þrítugt. Menn hugsa vel um sig og eru í góðum höndum, en auðvitað þarf maður líka að vera heppinn með meiðsli og gen. Ég á nóg inni en verð fyrstur til að ákveða að hætta ef ég sé að ég sé ekki með þetta lengur. Þó að samningurinn sé til þriggja ára þá tek ég bara eitt tímabil í einu og hugsa vel um mig,“ segir Kjartan. Eigandinn vildi að hann færi til vinar í Tyrklandi Kjartan lék með þremur liðum í Danmörku á leiktíðinni sem enn er ólokið. Hann fékk sig lausan frá Esbjerg, þar sem hann lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, eftir að ljóst varð að liðið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Áður lék hann í skamman tíma með Horsens, sem hann hafði leikið fyrir árin 2014-2018, en hann hóf tímabilið sem leikmaður Vejle. Kjartan var algjör lykilmaður í að koma Vejle upp í efstu deild Danmerkur í fyrra, skoraði þá 17 mörk og varð markahæstur í 1. deildinni, en skildi svo við félagið eftir að hafa verið skikkaður til að æfa með U19-liði þess og bannað að borða hádegismat með liðsfélögum sínum! „Þetta var ótrúlega skrýtið. Ég var markahæstur í deildinni og við vorum eina liðið sem komst upp úr deildinni þessa leiktíð. Síðan byrjaði maður að fá símtöl og SMS frá eigandanum, Moldóva sem á Vejle, um að hann ætti vin í Tyrklandi sem þyrfti að fá framherja. Hann bað mig um að fara þangað og sagði að ég væri ekki að fara að spila [fyrir Vejle]. Þetta var mjög skrýtið. Ég var þarna með mína fjölskyldu, tvö börn í skóla og leikskóla…“ segir Kjartan sem hafði ekki áhuga á að flytja allt í einu til Tyrklands. Hann var svo ekki í liði Vejle í fyrsta leik tímabilsins og fór í viðtal sem virtist draga dilk á eftir sér: „Ég er ekki í þessu til að eignast vini og sagði mína skoðun. Ég var tekinn í viðtal og sagði hvað mér fyndist, og eftir það var ég í raun rekinn úr liðinu. Ég sé ekki eftir neinu. Það er mjög leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman og á endanum fór ég til Horsens. Ég spilaði svo við Vejle skömmu síðar og skoraði í 3-1 sigri. Það var ekki leiðinlegt,“ segir Kjartan. En hvað gerist ef að Rúnar setur hann á bekkinn hjá KR? „Þá segi ég það sem mér finnst. Ég held að það sé líka það sem hann vilji og hef ekki nokkrar áhyggjur af því,“ segir Kjartan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kjartan vonast til þess að geta spilað með KR í stórleiknum gegn Val á mánudagskvöld. Það veltur á því hvenær hann fær niðurstöðu úr seinni skimun vegna kórónuveirufaraldursins. „Það vita allir að hverju er stefnt hjá KR og það er að vinna titla. Það gekk vel þegar ég var síðast hjá KR og núna tel ég ágætis forsendur til þess einnig. Rúnar [Kristinsson, þjálfari] er þarna líka og fullt af góðum leikmönnum, með mikla reynslu. Þetta verður langt mót og það hefur byrjað ágætlega – ekkert lið með fullt hús stiga – svo þetta verður bara spennandi. Ég er mjög spenntur að koma og hjálpa liðinu, og vonandi koma með fullt af mörkum,“ segir Kjartan. Óóó Kjartan Henry...Velkominn heim á Meistaravelli Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu 3 tímabilin #KHF9Áfram KR!#allirsemeinn pic.twitter.com/XHH2sBH12Z— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 12, 2021 Kjartan varð Íslandsmeistari með KR árin 2011 og 2013, og bikarmeistari í þrígang, áður en hann sneri aftur út í atvinnumennsku til Danmerkur árið 2014. „Ég er búinn að vera í mjög góðu standi og spila allar mínútur þar sem ég hef verið síðustu sex ár. En núna eru krakkarnir orðnir eldri og konan komin með góða vinnu heima, og svo vil ég líka bara koma heim. Ég vildi alltaf spila aftur með KR áður en ég hætti og gera það þegar ég hefði enn eitthvað fram að færa. Þess vegna er ég mjög spenntur þó að ég muni sakna Danmerkur því þar hef ég átt frábæran tíma,“ segir Kjartan. Gárungarnir hafa grínast með það síðustu ár að KR minni á elliheimilið Grund því þar séu margir burðarásanna komnir vel á fertugsaldur. Kjartan verður 35 ára í sumar og ef hann spilar út samningstímann, næstu þrjú tímabil, verður hann orðinn 38 ára í lok hans. „Ég er alla vega ekki kominn til að yngja liðið,“ segir Kjartan léttur. „Í nútímafótbolta er þetta ekkert eins og áður fyrr þegar menn voru bara ónýtir um þrítugt. Menn hugsa vel um sig og eru í góðum höndum, en auðvitað þarf maður líka að vera heppinn með meiðsli og gen. Ég á nóg inni en verð fyrstur til að ákveða að hætta ef ég sé að ég sé ekki með þetta lengur. Þó að samningurinn sé til þriggja ára þá tek ég bara eitt tímabil í einu og hugsa vel um mig,“ segir Kjartan. Eigandinn vildi að hann færi til vinar í Tyrklandi Kjartan lék með þremur liðum í Danmörku á leiktíðinni sem enn er ólokið. Hann fékk sig lausan frá Esbjerg, þar sem hann lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, eftir að ljóst varð að liðið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Áður lék hann í skamman tíma með Horsens, sem hann hafði leikið fyrir árin 2014-2018, en hann hóf tímabilið sem leikmaður Vejle. Kjartan var algjör lykilmaður í að koma Vejle upp í efstu deild Danmerkur í fyrra, skoraði þá 17 mörk og varð markahæstur í 1. deildinni, en skildi svo við félagið eftir að hafa verið skikkaður til að æfa með U19-liði þess og bannað að borða hádegismat með liðsfélögum sínum! „Þetta var ótrúlega skrýtið. Ég var markahæstur í deildinni og við vorum eina liðið sem komst upp úr deildinni þessa leiktíð. Síðan byrjaði maður að fá símtöl og SMS frá eigandanum, Moldóva sem á Vejle, um að hann ætti vin í Tyrklandi sem þyrfti að fá framherja. Hann bað mig um að fara þangað og sagði að ég væri ekki að fara að spila [fyrir Vejle]. Þetta var mjög skrýtið. Ég var þarna með mína fjölskyldu, tvö börn í skóla og leikskóla…“ segir Kjartan sem hafði ekki áhuga á að flytja allt í einu til Tyrklands. Hann var svo ekki í liði Vejle í fyrsta leik tímabilsins og fór í viðtal sem virtist draga dilk á eftir sér: „Ég er ekki í þessu til að eignast vini og sagði mína skoðun. Ég var tekinn í viðtal og sagði hvað mér fyndist, og eftir það var ég í raun rekinn úr liðinu. Ég sé ekki eftir neinu. Það er mjög leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman og á endanum fór ég til Horsens. Ég spilaði svo við Vejle skömmu síðar og skoraði í 3-1 sigri. Það var ekki leiðinlegt,“ segir Kjartan. En hvað gerist ef að Rúnar setur hann á bekkinn hjá KR? „Þá segi ég það sem mér finnst. Ég held að það sé líka það sem hann vilji og hef ekki nokkrar áhyggjur af því,“ segir Kjartan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira