Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. maí 2021 16:56 Steinbergur Finnbogason var lögmaður Íslendingsins sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á Rauðgerðismálinu. Steinbergur var síðar settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“ Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“
Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00