Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:42 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. „Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent