Maðurinn var fluttur á Landspítala í gær en strætóinn sem hann ók var illa skemmdur og þurfti að klippa vagnstjórann úr honum. Ekkert bein brotnaði í manninum við áreksturinn en hann er enn í eftirliti á sjúkrahúsi og verður þar næstu daga.
Tveir strætisvagnar skullu saman í Ártúnsbrekkunni í gær og voru báðir vagnstjórar fluttir á sjúkrahús. Engir farþegar voru um borð í bílunum en þeir voru á leið á Hlemm þar sem þeir áttu að hefja ferð sína.
Bílstjóri hins bílsins, sem er kona á sextugsaldri, slapp án meiðsla en verður frá vinnu næstu daga. Hún var flutt á sjúkrahús til læknisskoðunar en engir áverkar fundust, að minnsta kosti fyrst um sinn.