Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 11:26 Nemendur í Xinjiang kllæða dúkkur í föt. Héraðið hefur á nokkrum árum farið úr því að vera með einhverja hæstu fæðingartíðni í Kína, í að vera með eina þá verstu. EPA-EFE/WU HONG Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir. Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“. Kína Mannréttindi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“.
Kína Mannréttindi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent