„Það hefur ekkert barn orðið eftir undir sófa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Inga og drengurinn hennar lesa oft saman. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir listfræðingur og aktívisti fordæmir þá umræðu sem myndaðist í kringum mál Freyju Haraldsdóttur er varðar fatlaða foreldra. Hún segir að fólk eigi fyrir fram ekki að ákveða hvað fólk með fötlun getur og segir faðmlög ekki úrslitakost í hæfni foreldra til þess að annast börn. Við hittum Ingu Björk nú á dögunum en hún gímir við taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og notar hjólastól í daglegu lífi. Hún útskýrir NPA aðstoðina og hvernig hún virkar fyrir hennar fjölskyldu en hún og sambýliskona hennar eignuðust son fyrir einu og hálfu ári. Eva Laufey Kjaran ræddi við Ingu í Íslandi í dag á Stöð 2 gærkvöldi. „Við Freyja höfum þekkst lengi bæði í gegnum réttindabaráttuna og svo erum við bara vinkonur en þessi umræða snerti mig mjög djúpt vegna þess að mér fannst vera fella dóm um alla fatlaða foreldra. Þegar fólk er að gefa sér hvað fatlað fólk getur og getur ekki gert þá er það á sama tíma að alhæfa um fatlaða foreldra,“ segir Inga og heldur áfram. Umræðan tekin aftur og aftur „Ég verð svo hissa þegar fólk telur sig geta dæmt um fólk sem það þekkir ekki neitt. Að það geti sagt svona andstyggilega hluti um að hún geti ekki séð fyrir barni, barninu myndi líða illa hjá henni og jafnvel verri hlutir eins og beinlínis hótanir. Þetta er líka mjög særandi og mér fannst svo ótrúlegt að við værum ekki lengra komin heldur en þetta. Málið hennar Freyju er búið að taka sjö ár. Við hverja vörðu sem hún hefur náð höfum við tekið þessa umræðu aftur og aftur.“ Inga og drengurinn á góðri stundu. Inga segist sjálf hafa fundið fyrir fordómum í tengslum við þessi málefni. „Ég og konan mín þurftum að fara í tæknifrjóvgunarferli til að fá aðstoð við barneignir og mér fannst ég upplifa í því ferli vantrú á að ég gæti sinnt þessu hlutverki og mér fannst spurningarnar mjög svona fáfróðar eins og t.d. hvað ég ætlaði að gera ef barnið með skríða undir sófa. Mér fannst þetta svo skrítið því börn eru alltaf að skríða undir sófa og það hefur ekkert barn orðið eftir undir sófa,“ segir Inga og glottir. „Ég er náttúrulega með aðstoðarkonu sem aðstoðar mig við allar athafnir daglegs lífs,“ Inga hefur verið með aðstoðarkonur í níu ár frá því að hún var nítján ára og flutti á höfuðborgarsvæðið. Fjarstæðukennt fyrir okkur „Aðstoðarkonurnar mínar eru í rauninni bara framlenging af mér. Þær aðstoða mig við allt sem ég get ekki gert sjálf, þær hjálpa mér við að elda, þær keyra bílinn minn til þess að keyra mig um, þær hjálpa mér við heimilishald, ef vinir mínir eru að flytja þá koma þær og aðstoða. Þetta er bara yndislegt samstarf á milli okkar, samband á jafningjagrundvelli.“ Inga segir að samstarfið gangi mjög vel en aðstoðarkonurnar taka í raun engar ákvarðanir um líf Ingu og hún ræður ferðinni alfarið sjálf. Hún segist hafa rekist á ummæli eins og að aðstoðarkonurnar séu í raun foreldrar barna sem eiga fatlaða foreldra. „Þetta er svo fjarstæðukennt fyrir okkur sem erum með börn og NPA aðstoðarfólk inni á heimilinu því aðstoðarfólk manns er algjörlega í bakgrunninum og í aukahlutverki. Þær eru ekki foreldrar hans og nein nánd á milli þeirra þó að honum finnist þær ótrúlega skemmtilegar. Hann er ótrúlega meðvitaður um það að ég er mamma hans og ég þarf aðstoða við margt. Hann t.d. fattar að ef hann vill koma í fangið mitt þá þarf hann aðeins að bíða.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira
Hún segir að fólk eigi fyrir fram ekki að ákveða hvað fólk með fötlun getur og segir faðmlög ekki úrslitakost í hæfni foreldra til þess að annast börn. Við hittum Ingu Björk nú á dögunum en hún gímir við taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og notar hjólastól í daglegu lífi. Hún útskýrir NPA aðstoðina og hvernig hún virkar fyrir hennar fjölskyldu en hún og sambýliskona hennar eignuðust son fyrir einu og hálfu ári. Eva Laufey Kjaran ræddi við Ingu í Íslandi í dag á Stöð 2 gærkvöldi. „Við Freyja höfum þekkst lengi bæði í gegnum réttindabaráttuna og svo erum við bara vinkonur en þessi umræða snerti mig mjög djúpt vegna þess að mér fannst vera fella dóm um alla fatlaða foreldra. Þegar fólk er að gefa sér hvað fatlað fólk getur og getur ekki gert þá er það á sama tíma að alhæfa um fatlaða foreldra,“ segir Inga og heldur áfram. Umræðan tekin aftur og aftur „Ég verð svo hissa þegar fólk telur sig geta dæmt um fólk sem það þekkir ekki neitt. Að það geti sagt svona andstyggilega hluti um að hún geti ekki séð fyrir barni, barninu myndi líða illa hjá henni og jafnvel verri hlutir eins og beinlínis hótanir. Þetta er líka mjög særandi og mér fannst svo ótrúlegt að við værum ekki lengra komin heldur en þetta. Málið hennar Freyju er búið að taka sjö ár. Við hverja vörðu sem hún hefur náð höfum við tekið þessa umræðu aftur og aftur.“ Inga og drengurinn á góðri stundu. Inga segist sjálf hafa fundið fyrir fordómum í tengslum við þessi málefni. „Ég og konan mín þurftum að fara í tæknifrjóvgunarferli til að fá aðstoð við barneignir og mér fannst ég upplifa í því ferli vantrú á að ég gæti sinnt þessu hlutverki og mér fannst spurningarnar mjög svona fáfróðar eins og t.d. hvað ég ætlaði að gera ef barnið með skríða undir sófa. Mér fannst þetta svo skrítið því börn eru alltaf að skríða undir sófa og það hefur ekkert barn orðið eftir undir sófa,“ segir Inga og glottir. „Ég er náttúrulega með aðstoðarkonu sem aðstoðar mig við allar athafnir daglegs lífs,“ Inga hefur verið með aðstoðarkonur í níu ár frá því að hún var nítján ára og flutti á höfuðborgarsvæðið. Fjarstæðukennt fyrir okkur „Aðstoðarkonurnar mínar eru í rauninni bara framlenging af mér. Þær aðstoða mig við allt sem ég get ekki gert sjálf, þær hjálpa mér við að elda, þær keyra bílinn minn til þess að keyra mig um, þær hjálpa mér við heimilishald, ef vinir mínir eru að flytja þá koma þær og aðstoða. Þetta er bara yndislegt samstarf á milli okkar, samband á jafningjagrundvelli.“ Inga segir að samstarfið gangi mjög vel en aðstoðarkonurnar taka í raun engar ákvarðanir um líf Ingu og hún ræður ferðinni alfarið sjálf. Hún segist hafa rekist á ummæli eins og að aðstoðarkonurnar séu í raun foreldrar barna sem eiga fatlaða foreldra. „Þetta er svo fjarstæðukennt fyrir okkur sem erum með börn og NPA aðstoðarfólk inni á heimilinu því aðstoðarfólk manns er algjörlega í bakgrunninum og í aukahlutverki. Þær eru ekki foreldrar hans og nein nánd á milli þeirra þó að honum finnist þær ótrúlega skemmtilegar. Hann er ótrúlega meðvitaður um það að ég er mamma hans og ég þarf aðstoða við margt. Hann t.d. fattar að ef hann vill koma í fangið mitt þá þarf hann aðeins að bíða.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira