„Á ekki von á því að vera áfram í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 10. maí 2021 22:25 Einar er líklega að hætta með Njarðvík. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur býst ekki við því að vera áfram þjálfari Njarðvíkur á næsta tímabili. „Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins. UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
„Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins.
UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli