Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 21:33 Að sögn Haga fjölgaði seldum stykkjum í matvöruverslunum á árinu en heimsóknum viðskiptavina fækkaði. Meðalkarfa hvers viðskiptavinar stækkaði um ríflega 20%. Vísir/Vilhelm Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns. Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira
Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns.
Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira
Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35
Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50