„Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2021 10:31 Sylvía Melsteð hefur þurft að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig vegna lesblindu. Sylvía Erla Melsteð var komin í níunda bekk þegar hún fékk loksins greiningu. Hún var lesblind. Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Rene Kirby er látinn Lífið Fleiri fréttir „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Sjá meira
Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Rene Kirby er látinn Lífið Fleiri fréttir „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“