Frá þessu greinir Alexandra Helga á Instagram-reikningi sínum. Stúlkan hefur þegar fengið nafnið Melrós Mía Gylfadóttir og er fyrsta barn þeirra hjóna.
Alexandra og Gylfi giftu sig í júní á þarsíðasta ári og héldu þau íburðarmikið brúðkaup við Como-vatn á norður Ítalíu. Þau höfðu verið trúlofuð í um ár þegar þau giftu sig.
Gylfi og Alexandar eru búsett í Englandi, en Gylfi leikur fyrir enska úrvalsdeildarliðið Everton.