Að veðja á einstaklinginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2021 17:32 Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun