Að veðja á einstaklinginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2021 17:32 Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun